Nokia Bluetooth Stereo Headset BH 111 - Höfuðtólið parað og tengt

background image

Höfuðtólið parað og tengt

Para þarf og tengja höfuðtólið við samhæft tæki áður en hægt er að nota það.
1 Gæta skal þess að slökkt sé á höfuðtólinu.

2 Kveiktu á Bluetooth í tækinu.

3 Kveiktu á höfuðtólinu. Hafi höfuðtólið aldrei verið parað við tæki eða pörunum

tækisins eytt verður pörunarstillingin sjálfkrafa virk. Hafi höfuðtólið áður verið

parað við annað tæki ýtirðu á og heldur því inni í 5 sekúndur. Græna stöðuljósið

byrjar að blikka hratt.

4 Eftir u.þ.b. þrjár mínútur skaltu láta tækið leita að Bluetooth-tækjum. Nánari

upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.

5 Veldu höfuðtólið af listanum yfir þau tæki sem fundust.

6 Sláðu inn lykilorðið 0000, ef beðið er um það.
Í sumum tækjum gæti þurft að koma tengingunni á að pörun lokinni.
Þegar höfuðtólið er parað og tengt blikkar stöðuljósið rólega í grænum lit.
Ef farsíminn styður A2DP Bluetooth-sniðið, og er með innbyggðan tónlistarspilara,

geturðu einnig notað hann til að spila tónlist um höfuðtólið. Ef síminn þinn styður ekki

A2DP-sniðið geturðu parað höfuðtólið við tónlistarspilara sem styður sniðið. Ef þú hefur

4

background image

parað og tengt höfuðtólið við símann skaltu aftengja tækin áður en þú parar höfuðtólið

við tónlistarspilarann.
Hægt er að para höfuðtólið við allt að 8 tæki en aðeins er hægt að tengja það við eitt

tæki sem styður HFP-sniðið og annað sem styður A2DP-sniðið í einu.
Þegar kveikt er á höfuðtólinu tengist það sjálfkrafa tækinu sem síðast var notað. Til að

tengja höfuðtólið handvirkt við tækið sem síðast var notað ýtirðu á og heldur því

inni í 2 sekúndur. Til að tengja höfuðtólið handvirkt við tækið sem styður A2DP-sniðið

ýtirðu á .